11. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 10:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 10:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:00

Birgitta Jónsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Brynhildur Pétursdóttir boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) 307. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 10:04
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og fór yfir frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Formaður gerði grein fyrir að hann teldi að umfjöllun um samantekt lögreglu um aðgerðir við mótmælin 2008 - 2011 ætti betur heima í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en allsherjar- og menntamálanefnd og hefði rætt það við formann nefndarinnar.

Samþykkt að boða lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á fund n.k. þriðjudag til að fjalla um málið og bjóða nefndarmönnum í allsherjar- og menntamálanefnd að sitja fundinn.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00